Friday, February 11, 2011

Freeway park í Seattle.




Þessi garður er hannaður af Lawrence Halprin (1916 - 2009). Halprin var frumkvöðull meðal Bandarískra arkitekta og eftir hann standa fjölmörg verk. Þar á meðal er Freeway Park í Seattle sem er byggður yfir interstate 5 hraðbrautina. Garðurinn opnaði 1976 og er byggður  á mörgum stöllum. Íbúum borgarinnar þótti á tímabili garðurinn vera hættulegur vegna hárrar glæpatíðni. Margir kenndu þar hönnuninni um en nýlega hefur verið ráðist í endurbætur á garðinum og þurfti ekki mikið til svo að glæpum snarfækkaði í garðinum. Það sem þar hafði mest áhrif var grisjun á gróðri og bætt lýsing,  svo að það mætti segja að hönnunin sjálf hafi ekki verið vandamálið heldur lélegt viðhald. Mér finnst hann allavegana flottur.
Myndir fengnar af www.vulgare.net

No comments:

Post a Comment